Ég er að spá útfrá þessari könnun um hvort kominn sé tími á nýjan banner, hvort það sé ekki frekar kominn tími á að taka hann alveg í burtu?

Mér hafa lengi þótt þessir bannerar hálf asnalegir og óþarfir.
Ég keyri á upplausninni 1280x1024 í vinnuni. Af þessum 1280 í breidd fara 980 pixlar í browserinn (er ekki að keyra hann fullscreen). Bannerinn er 300 pixlar. Þetta þýðir að það er 680 pixla svæði af engu!? Rúmlega 66%! Því spyr ég, til hvers?
Tvö áhugamál sem ég stunda eru búin að fjarlægja bannerinn alveg og finnst mér það koma mun betur út (mun stílhreinna). Kíkið inn á annað hvort Raftónlist eða Danstónlist til að sjá áhugamál án banners.

Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur í lagi að hafa svona stórt svæði undir akkúrat ekki neitt? Eða finnst ykkur svo nauðsynlegt að hafa banner að það er í lagi að hafa svona stórt autt svæði? Er fólki kannski bara alveg sama?
Góðar stundir.