Já nú var ég að lesa korkinn hérna á undan mér en þá rakst ég á soldið skemmtilegt. Gaurinn í nr. 2 er ekki að tala um það sama og ég. Enda var ég í rauninni bara að reyna benda á að hægt væri að koma upp einhverskonar kerfi fyrir skipti og sölu.

Hann segir að opin umræða ætti að vera leyfð um málin, gullkaup, powerlvl og private servera. Og þá kemur einhver með eftirfarandi svar:
Þú átt ekki accountinn þinn þú ert að borga blizzard %? á mánuði til að spila á þeim accounti og levela character á, á þeirra server.

Já maður leigir accountin en það er ekki undir þeirra valdi að segja til um að enginn annar en ég megi þá spila accountinn (og ef það stendur í þessum EULA eða EULO eða eitthva samningum þá er það það fáránlegasta sem ég hef heyrt). Þeir eru ekki að tapa neinu, þeir fengu greiðsluna fyrir leiguna á accountinum og þar með hafa öll viðskipti varðandi þann account verið afgreidd í mánuð eða lengur. Þegar ég borga einhverjum öðrum fyrir að spila á accountinum er ég ekki að braska neitt með accountinn sjálfan á nokkurn hátt heldur einungis hver spilar á honum. Eru blizzard að banna þetta af því að ég einn má spila á accountinum sem ég leigi? Því ef svo er þá veit ég um nokkuð marga einstaklinga sem má reporta…endilega einhver fræða mig um efnið ef ég er að bulla eitthvað.

+ mín fyrri málefni, sala og skipti á account.

Ég komst ekki nógu vel að orði í fyrsta korknum en þetta er hugmyndin:

Listi yrði búinn til yfir einstaklinga sem þykja skiptanahæfir.

Til að vera á listanum þarftu að gefa upp persónulegar upplýsingar.

Skipti fara fram persónulega milli einstaklinganna tveggja á sömu tölvunni þar sem skipst er á upplýsingum um accountana og síðan breytt um lykilorð.

ÞESSI AÐFERÐ OG AÐEINS ÞESSI YRÐI NOTUÐ!
FÓLK GETUR EKKI VERIÐ SCAMMAÐ!

Svo segir fólk: Þetta er ólöglegt, hugi er í eigu símanst o.s.frv.

Það er fáránlegt að þetta sé ekki leyft. Það er stór markaður fyrir þessu sem er til þrátt fyrir lög og reglur. Með þennan kostnað sem blizzard lætur á leikinn og áskrift er ekki nema ásættanlegt að þeir leyfi a.m.k. skipti account. Þar tapa þeir engu þar sem accounthafar eiga ennþá account. Spilarar fá meiri fjölbreytni en með pve/pvp klúðrinu hjá blizzard hefur leikurinn orðið einhæfari en tetris. Þetta er eitthvað sem ætti að berjast fyrir.

ATH. HUGI YRÐI EKKI ÁBYRGÐARAÐILI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM EÐA STJÓRNENDUR ÁHUGAMÁLSINS.

KORKAR væru notaðir til þess að auglýsa t.d.

“70 Druid PvP gearaður hefur áhuga á að skipta yfir í einhvern annan class contact…”

S.S. Korkar verða aðeins notaðir til auglýsinga og korkum síðan læst eftirá. Einstaklingur skilur eftir sig msn, email eða símanúmer.
Þeir sem hafa áhuga geta farið á lista yfir notendur sem teljast skiptanahæfir (sjá fyrir ofann) og rætt síðan við hann ef hann er á þeim lista. Ef viðkomandi er ekki á listanum væri t.d. hægt að eyða korknum þar sem hann hefur engan tilgang.