Hefur einhver á þessu áhugamáli heyrt um leik sem heitir Baldurs Gate: Dark Alliance, hann er víst núkominn út. Þetta er leikur sem Black Isle framleiddi og Snowbline Studios þróaði fyri PS2. Þetta er “hack n’ slash” leikur eins og Diablo I-II. Hann þykir vera frekar góður og hefur fengið góða dóma hjá flestum sem á við t.d IGN Gamespot. Það sem fær mig til að skrifa um þennann leik er sú staðreynd að hann þykir vera með alveg framm úr standandi grafík, það er að segja að hann er í fullri þrívídd. Hann keyrir á PS2 á smooth 60fps og er með draumakenndri grafík. Pointið er það að af hverju er Diablo 2 ekki í ÞRÍVÍDD. Ég spurði einn vin minn að þessu sem er mikið geðveikur diablo I-II spilari og það sem hann sagði mér var það að Blizzard hefði bara ekki tíma til þess að gera svona leiki, ég bara skil ekki af hverju ekki.
Kom on, af hverju gat ekki Blizzard haft Diablo II svona flottan, ég bara spir. Þegar ég fór að lesa mig til um BG: DA segja developarnir að þeir hafi getað gert leikinn mikið flottari með því að hafa hann í þrívídd og sparað sér alveg geðveika vinnslu með þvi að hafa hann í þrívídd, það er að segja ef leikurinn er í 2D þarf tölvan að loada inn triljón mismunandi útgáfum að karakterum og mismunandi objects sem geta t.d. hreyft sig. Þetta þykir mér alveg ótrúlega skrítið, ég bara get alls ekki áttað mig á svona logic.

Hvað finnst ykkur?
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*