Eftir tómarúmið sem skapaðist þegar Shadow of the past liðasist í sundur urðu til nokkur smá guilds sem að flest öll dóu í fæðingu. Eitt guild sýndi möguleika á pve framförum en hefur ekki ennþá náð að koma sér úr karazhan. Þetta er ekki diss þráður á þá, en sumir sýndu óánægju með þetta. Ég var í Elite Vikings í nokkrar vikur en fékk ekki inn í nein raids og gafst upp. Fór í eitthvað random guild sem gat ekki neitt og fór að levela alts. Loggaði síðan inn maininn og ákvað að stofna hardcore íslendingaguild í anda SOTP.

Nú hefur það verið stofnað og erum við að leita að members. Guildið heitir Mostly Harmless og okkur vantar í raun alla classa. Erum í kringum 20 members og langflestir gamlir core raiders úr SOTP. Ég vil fá fleiri dedicated spilara sem að mæta í progress raids og eru ekki bara að bíða eftir farm raids. Stefnan er tekin á Gruul 2. nóvember, svona til að ná inn members og sjá stöðuna á fólki. Ef að þú hefur áhuga á metnaðarfullu guildi sem ætlar að gera meira en bara karazhan og ætlar sér alla leið í Black Temple (og lengra þegar það verður möguleiki) skaltu endilega hafa samband við einhvern í Mostly Harmless á Skullcrusher horde side. Aðeins 70 chars með amk kara access er hleypt inn. Þið getið líka haft beint samband við mig, characterinn minn heitir Ótti, og ég er online flest kvöld.

Með kveðju,
Ótti