Guildið er dautt. Lang flestir góðir spilarar hættu á seinustu 2-3 dögum og þar af leiðandi munu náttla engin raid verða í guildinu á næstunni nema kannski karazhan (efa það samt). Það voru ca 150 íslendingar í guildinu eða meira.

Fyrir þá sem vita ekki þá var sotp næstum 100% (2-3 útlendingar) íslenskt horde guild á skullcrusher sem var búið til fyrir einu og hálfu ári ca held ég. Guild leaderinn hætti fyrir ca 2 vikum en það var samt reynt að halda guildinu gangandi. Það gekk hins vegar ekki og allt byrjaði að ganga mjög illa og margir urðu fúlir og það endaði með að já, margir hættu.

Fyrir TBC vorum við komnir að twin emperors í AQ 40 og í TBC drápum við Gruul, void reaver, hydross og lurker below. Wipeuðum svona milljón sinnum á magtheridon, morogrim tidewalker og leothoras the blind.

Vonandi nær Föruneytið að haldast gangandi þar sem það er eina almennilega 100% íslenska raiding guild sem er eftir (held ég allavega).

RIP SOTP


P.s. megið alveg leiðrétta mig ef ég er að rugla eitthvað.