Ég installaði starcraft og brood war í gær og uppfærði leikina í gegnum battle.net ingame.

Ég gerði account á Europe. Nánast alltaf þegar ég joina leiki er mér kickað eða bannað. Fólkið í leikjunum byrjar alltaf eitthvað að nuða um map og útskýrir þetta ekkert meira fyrir mér. Þannig að ég hef dregið þá ályktun að mig vanti möppin og/eða geti ekki downloadað þeim ingame. Allavega sé ég aldrei neinn download progress bar eða prósentu eða neitt sem gefur til kynna að ég sé raunverulega að ná í mappið.

Þegar ég joina leikina sé ég nöfnin á möppunum, stundum sé ég með grænum stöfum fyrir neðan “Map preview”, stundum ekki. Hver er munurinn? Á maður að sjá þetta eða ekki?

Hefur einhver lent í þessu vandamáli hér? Veit einhver hvernig ég get náð í möppin (lagað þetta svo ég geti gert það ingame, eða náð í mappack online)?

Með von um hjálp, Jón.