Vikings Elite var stofnað af tveimur vinahópum sem sögðu sig úr Shadows of the Past vegna ónógra verkefna. Áttum erfitt með að komast í raid sem er alveg skiljanlegt vegna stærðar þeirra. Okkar guild er lítið og nett samanstendur af um 40+ manns og stór hluti af þeim eru altar. En við náum engu að síður að hafa eina raid grúbbu og erum við sífellt að bæta okkur og læra nýja og nýja hluti. Erum komnir með Attumen og Moroes á farm status en höfum verið að lenda í smávæginlegum vandræðum með Maiden það er að segja við náum honum ekki alltaf niður í fyrsta try. Höfum síðan farið létt með Theater. Vipuðum í fyrsta try á Rómeo og Júlíu en tókum þau svo í næstu tilraun og fórum létt með það. Það hefur reyndar verið sagt að þau séu erfiðust í theater sem er gott því það sýndi hvað við getum. Lentum svo í vandræðum á Curator en tókum hann svo í síðustu viku.

Í dag erum við með Attumen og Moroes á farm status en þurfum að slípa okkur til fyrir maiden.

Í gær fengu svo noobarnir að reyna sig og stóðu sig með mikilli prýði tóku niður Attumen og Moroes tiltölulega létt en það sem hamlaði þeim að reyna Maiden var hversu seint þeir byrjuðu að raida þannig að raid tíminn var búinn.

En svona á þetta að ganga hjá okkur fólk sem er búið að fá sína epics er að stíga úr raid svo að nýtt fólk geti spreytt sig á bossum og gearað sig upp.

Eini classinn sem okkur vantar er annar resto drúid þar sem að okkar imba healer er farinn að leika sér á prot warrior í raidi núna.

Þannig að ef þú átt resto drúid á Skullcrusher og er Tauren þá endilega whisperaðu á Phsycho. Hann er okkar Drúid CL. Annars erum við bara góð og stöndum þokkalega að vígi.