Einsog allir vita þá eru Nihilum búnir að cleara The Black Temple og eiga tvo bossa eftir í Mount Hijal, og það tók þá ekki nema tvær vikur, magnaður árangur þar á ferð. En þá fór ég að hugsa, ég man þegar að Ahn'Qiraj kom á sínum tíma. Oh, hvað þau voru lengi að drepa C'thun. Gott ef það tók ekki nokkra mánuði bara að drepa hann. Reyndar eftir að fólk fattaði hvað átti að gera þá var hann ekki svo erfiður.
En núna, tökum Nihilum sem dæmi, á þremur vikum, eftir að The Burning Crusade kom út, voru þeir búnir með Karazhan og Magtheridon og byrjaðir á Gruul. Og núna, Ein vika að cleara, það sem átti að verða efiðasta instance í leiknum og drepa, þann sem átti að verða erfiðasti bossinn í leiknum, sjálfann Illidan Stormrage.

Svo, maður spyr sig, er hægt að búa til alveg glænýjann encounter sem er svo erfiður að jafnvel Nihilum geta ekki klárað hann á einni viku, en samt ekki svo grófann að hann er bókstaflega ósigrandi, eða er World of Warcraft Pve að renna sitt skeið?

Hvað finnst þér?
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.