<b>Nokkrar hugsanir og/eða hugmyndir</b>:

<center>- - - - - - HÚS - - - - - -</center>

Margir hafa komið með þá hugmynd um að leyfa spilendum að kaupa sér hús og hugsanlega að leyfa lítil “settlements” undir klön og guild. Húsin gætu verið gagnleg og það væri hægt að geyma föggur sínar þar og það myndi sennilega bæta inn alvöru “role play” fílíngnum innan leiksins. Clön gætu t.d. sett upp bækistöðvar á nokkrum stöðum, varið svæðið sitt etc.

Hvað finnst ykkur um þetta mál með húsin?

<center>- - - - - ÞJÓFAR - - - - -</center>

Hvað koma þjófar öllu málinu við? Jú, heilmikið. Þjófar geta oft verið mjög stór partur af RPG elementum. Nú ætla ég að vona að Bill Roper og félagar klúðri ekki að setja góð RPG element í leikinn. Allaveganna, beint að efninu. Allaveganna, ef að þjófar eru einn af þeim clössum sem að eru í World of WarCraft (sem ég efast ekki um að verði:) á þá að leyfa það að það verði hægt að læðast inn í hús og stela úr þeim? Myndi bæta við spennu og mörgum skemmtilegum hlutum.

Einhver comment?<br><br>Villi

————————

<i>“Félag Íslenskra Þjóðernissinna = ROFL!”</i>

- Vilhelm