Góðann daginn.
Ég var að spá í að henda í nýja grein, eða öllu heldur leveling guide og smella henni hingað á huga. Ætla að vera horde megin og var að velta því fyrir mér hvort þið lumuðuð ekki á einhverjum kúnstum sem hjálpa fólki að level-a á hámarks hraða. Endilega smellið þeim hingað.

Afhverju að gara leveling guide þar sem það eru til ótal guides á vefnum segiði? Jú, þessi verður á íslensku sem ætti að hjálpa sumum. Þá meina ég ekki íslensku einsog “Hin Brennandi Krossför” í staðin fyrir “The Burning Crusde” einsog ég sá einhverstaðar og bókstaflega skammaðist mín fyrir að vera partur af World of Warcraft samfélaginu hérna á huga. -Ég ætla ekki að þíða Warrior sem stríðsmaður eða Mount sem Reiðskjóti. Hún verður á “World of warcraft-íslensku” ef svo má að orði komast. Þ.e.a.s. orð einsog loot, skinning, damage, talent points og parry fá að halda sér.

Þetta verður kanski neitt nýtt efni í þessari grein, meira svona samtíningur af punktum og tips.

Með von um jákvæðni og hjálpsemi, Frakkland.

Ps. biðst verlvirðingar á stafsetningarvillum. Lyklaborðið hérna í vinnunni er ekki uppá marga fiska. Greinin verður sko ekki skrifuð hérna.
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.