Núna er ég nýbyrjaður á því að spila wow og ég verð að segja að mér líst mjög vel á leikinn. Ég er Linux notandi og því nota ég wine til þess að geta spilað leikinn á opensuse 10.2 stýrikerfinu. Ég var að velta því fyrir mér hvort að menn hefðu eða gætu bent á einhver góð tweaks fyrir wine til þess að auka FPS, eða gæði leiksins á einhvern hátt?