Kæru leikja félgar. Ég vil byrja á því að kynna mig. Valdimar heiti ég og er frá Akureyri, ég er á loka ári BA náms í sálfræði við háskólan á Akureyri og mig langaði að athuga hvort þið gætuð aðstoðað mig dálítið. Sjálfur hef ég verið (hocked) að spila tölvuleiki í miklum mæli síðan ég man eftir mér og er ég mikið að spila FM2007 og WOW.

Ég er að fara af stað með BA verkefnið mitt og mig langar að spyrja ykkur hvort þið vitið um einhverjar rannsóknir eða áhugaverðar greinar sem skrifaðar hafa verið um Tölvuleikjafíkn. Sjálfur hef ég mestan áhuga á að skoða online leikina en allar greinar og rannsóknir um leikjafíkn sem þið vitið um væru vel þegnar.
Einnig vil ég biðja Akureyringa og nærsveita menn sem spila online leiki að velta fyrir sér hvort þeir væru tilbúnir að svara eilitlum spurningarlista um tölvuleikja spilun þegar ég fer af stað með verkefnið. Það skiptir miklu máli að ég fái sem flesta þátttakendur svo að rannsóknin verði nákvæmari.

Endilega sendið mér póst hér á huga eða maddiiceland@hotmail.com ef þið vitið um rannsóknir og greinar eða þá ef þið gætuð hugsað ykkur að svara spurningarlistanum þegar ég fer af stað með verkefnið mitt.
Kærar þakkir fyrir að þú skyldir hafa gefið þér tíma til að lesa þessa grein og vonandi fæ ég fleiri jákvæð komment heldur en eitthvað neikvætt:)