Ég er að leita að smá ráðleggingum og/eða hjálp því svo virðist að þegar ég er að reyna komast í guild er öllum sama hversu marr er tilbúinn að fórna eða breyta fyrir það eitt að komast inn heldur þarf marr náttúrulega að vera full epix gearaður og tilbúinn að loka sig í herbergið sitt það sem eftir er lífs míns.

Afhverju er það gert svo að fólk er kannski hvatt til að koma í guild eða að leikurinn byrjar í alvöru á lv 60 en marr kemst ekki í guild og það er ekki um að skemmta sér í raidum heldur grinda dkp og epixa. Auðvitað eru epix stór hluti af raidinu og gaman að eignast þá en, sem dæmi (guild sem ég var í) voru reglur um allt, það máti ekki tala í teamspeak eða neitt og svo var auðvitað frekar leiðinlegt að hafa unnið hörðum höndum að gearinu sínu og svo er marr skammaður.
Kannski það sem ég er að reyna að segja er: Hvar get ég fundið besta gearinn án þess að vera í guildi og end-game instöncum, fyrir bæði dps og tank og hvort einhver væri til í að hjálpa mér inn í eitthvað guild þar sem ég kemst í end-gaminn.