Jæja þá er guildið á Wildhammer farið af stað. Við fórum yfir á Wildhammer seinnipartinn og nú þegar eru komnir 8 íslendingar sem hafa haft samband við okkur. 6 þeirra eru með í guildinu og hinir 2 volgir. Við náðum strax á fyrsta kvöldinu að fá 6 nýja leikmenn til að joina guildið 3 lvl 60 og hinir 53-57. Þetta verður ekki al íslenskt guild nema það komi hellingur af íslendingum á þennan server. Þessi server leggst vel í mig. Fór í sirka 7 WSG og unnust þeir allir á 15 min eða undir þannig honorinn er fljótur að koma.

Ég hvet alla þá sem eru að spá í að færa sig og eru ekki alveg að fíla sig þar sem þeir eru að koma á wildhammer og slást í hópinn með okkur.
Því það veður ekki svo auðvelt að komast inn þegar við verðum orðnir hardcore!! og vissulega er það stefnan.

Endilega taliði bara við mig um fleiri upplysingar

Bætt við 21. september 2006 - 21:06
Vegna töluverðar áhuga á guildinu verðum við líklega að gera skilyrði á +50 til að komast í guildið. við erum núna á 2 dögum búnir að recruite 8 lvl 60 og nokkra 50+ einnig býðum við eftir nokkrum sem hafa sagst ætla koma yfir á þennann server. Guildið er að byggjast mun hraðar upp en ég bjóst við og er allt á fullu núna. Búið að útlhuta ýmis störf og erum við minisegja komnir með vefsíðustjóra sem er búinn að gera beinagrind af vefsíðu sem lítur óneitanlega vel út. Einnig erum við byrjaðir að semja punktareglur og allt í hvínandi botni og er búist við að fyrsta litla guild raidið verði um helgina….

Endilega komið yfir. Það er ekkert skemmtilegra heldur en að taka þátt í að skapa og móta nýtt guild sem þú síðan sérð verða stórt og dafna.
Ég veit að ég og annar félagi minn sem er officer höfum vart sofið í tvo daga vegna þess við erum svo spenntir og þar er einkum vegna þess hversu vel þetta hefur farið af stað.