Aðalega að tala um Warsong Gulch en þetta á sennilega eitthvað við um hin líka.

1) Í annað hvert skipti sem ég kemst í BG þá er leikurinn hálfnaður, oft næ ég ekki að gera neitt áður en liðið mans vinnur/tapar. Þetta finnst mér einstaklega skemmtilegt *kaldhæðni* því þá fæ ég ekki bara 20 mínútur til þess að hoppa í hringi í IF milli almennilegra leikja, heldur 2x20 mín. Maður lendir venjulega í þessu af því eitthvað gimp var skráð í AV og ákvað frekar að fara í það “Hey guys, AV's up, gtg”… í alvöru þá finnst mér að það ætti að draga hellings honor af svona fólki því mér finnst það vera að eiðileggja fyrir hinum..

2) Að lenda á móti PvP liði. Það er fátt eins leiðinlegt og að vera í PUG pvp liði og lenda svo á móti PvP liði sem gjörsamlega drullar yfir ágætt, en illa samstilltu PUG liðið mans…. hvernig væri að hafa sér staði fyrir guild leiki þannig að við non-úberPvPclan aularnir getum leikið okkur líka… ætti að vera PUG og svo full group valmöguleiki. Eða eru þessi PvP lið kannski ekkert að hugsa um að hafa þetta spennandi? Snýst svona bara um að farma honor nú til dags?

3) Flögg of fljót að spawna eftir að lið er búið að skila. Ef maður tekur desperate sjálfsmorðs áhlaup á óvinina í þeirri von um að ná flagginu sínu aftur og deyr á meðan óvinurinn nær að skila, þá er oft hálft liðið dautt og of lengi að spawna til þess að geta varið bækistöðina. Kannski er þetta hugsað svona og vel hægt að segja að þetta sé bara eitthvað sem maður á að nýta sér sjáfur gegn andstæðingnum.


Það er spurning hvort það væri nokkuð hægt að bæta þetta, en ef svo væri verð ég ánægður. Ég hef t.d. spilað marga CtF leiki online uppá fönnið og aldrei lenti ég í því að eitthvað æðislegt lið hóraði sér saman bara til að geta rústað einhverjum random grúppum. Ég er ekki að segja að þetta sé þessum PvP liðum að kenna, ekki mikið sem þeir geta gert í þessu… bara leiðinlegt þegar fullt lið af lónerum lendir á móti úber liði. Gæti líka ímydnar mér að PvP lið væru þreitt á að fá ekki almennilegt lið til að spila á móti.

Ég er þreyttastur á þessu fyrsta sem ég nefndi. Mér finnst liða-PvP ógeðslega skemmtilegt en hef því miður lítinn tíma.. ótrúlega leiðinlegt að eyða einum og hálfum klukkutíma í að bíða og fá bara að spila þrjá leiki sem enda allir á innan við 1 mínútu. Frekar vildi ég bíða 2 mínútum lengur og fá þá að byrja í upphafi leiks.

Hvað finnst ykkur?

-