Raidið sem ég er í er að spá í að gefa prestum og warriors forgangsrétt á tier 3 yfir warlock-a, mage-a og rogue-a.
Ég er persónulega mjög á móti þessu, því að mér finnst að það eigi ekki að taka einhvern class yfir aðra classa.
Það er talað um að 4/9 tier 3 setið fyrir warriora hjálpi mjög við að sigra nýja bardaga í Naxxramas, og það myndi flýta fyrir framförum raidsins.
Prestarnir hafa fengið færri tier 2 drops en aðrir classar hingað til, þess vegna var spáð í priority handa þeim. Hinsvegar fengu þeir miklu fleiri tier 1 drops heldur en aðrir classar áður fyrr, og þá þurftu hinir classarnir að éta það upp.
Ég kom með uppástungu að fyrst þetta sé svo mikilvægt, að þá myndu warriors fá forgangsrétt á 4/9 tier 3, en þegar þeir hafa fengið 4/9, þá fá allir rogue-ar forgangsrétt þangað til þeir hafa 4/9, þar sem það er talað um að warriors fengu 4/9 forgangsrétt í þeim tilgangi að hjálpa framförum raidsins. Það er verið að spá í þeirri hugmynd.

Ég er einfaldlega mjög ráðvilltur í þessum málum, og ég hefði viljað vita hvað ykkur hugurm finnst um þetta, því maður veit aldrei hvaða hugmyndaflug fólkið hér getur haft.
Vona að það komi einhverjar góðar uppástungur hér :).