Jæja, mér sýnist þeir vera búnir að svara sem ætla að svara og ég ætla að birta svöring og séní'ana sem svöruðu flestu rétt ;) Greinin er samt ekki á leiðinni neitt þannig að fólk getur alveg reynt sig á þessu lengi vel.

Spurningarnar og svörin eru eftirfarandi.

1. Nefndu frægan bróður High Overlord Saurfang og hvaða hlutverki gegndi hann Warcraft sögunni?

Broxigar hét sá, og var einn mesti stríðsmaður sögunnar. Hann gegndi lykilhlutverki í bardaganum gegn the Burning Legion í The War of the Ancients og með hjálp axar sinnar varð þekktur fyrir að vera eina dauðlega vera sem hefur sært Sargeras.

2. Hvaða sameiginlega óvin áttu the Gurubashi og Amani empire fyrir alda öðli?
A
qir. Synir C'Thun og þróaðasti kynþáttur ‘mannvera’ ásamt tröllum. Þeir réðu yfir stórum hluta suð-vestur part Kalimdor (Kalimdor var upprunalega hið eina meginland).

3. Hvað hét fyrsti konungur allra manna og hvað hét hin sameinaða þjóð?

Thoradin var upprunalega leiðtogi Arathi ættbálksins, undir hans stjórn sameinuðust allir litlu ættbálkar manna í eina þjóð nefnd Arathor.

4. Lýstu Ysera the Dreamer og Malygos The Spell-Weaver eins og þau koma fram í mannlegum formum sínum.

Ysera getur breytt sér í konu af hvaða kynþátt sem er, hún er ávallt klædd í grænan kjól með græna hettu og er alltaf með lokuð augum. Þegar hún opnar augum má sjá í hin óendanlegu djúp the Emerald Dream. Malygos, eiginlega einungis í geðveiki sinni eftir útrýmingu Bláa Drekakynþátts hans, breytti sér oft í mann en stoppaði alltaf í miðju ferli sínu og endaði sem einhverskonar afskræming af dreka og manni (Líkt unarmored Dragonkin).

5. Hver var Aedalas Blackmoore?

Aedalas Blackmoore var ríkur hershöfðingji og höfuðsmaður Durnholde keep. Hann var ‘eigandi’ Thrall þegar Orkar voru haldnir sem þrælar í the Internment camps og oft látnir berjast fyrir aðalsmenn manna. Hann ýtti bardagamaskínunni sinni, Thrall, út öfgar þangað til að hann fékk nóg og strauk. Hann var síðan drepinn blindfullur af Thrall og her hans er þeir umkringdu Durnholde.

6. Nafn hvaða lykilpersónu í Warcraft sögunnni merkir “trust” (Medivh kallaði þessa persónu oft “Young trust”)?

Khadgar, lærlingur Medivh og einn öflugasti galdramaður manna í seinna stríðinu. Medivh kallaði hann oft “Young trust” en Khadgar merki “trust” á tungumáli Dverga.

7. Hvað var það sem dró athygli Sargeras og the Burning Legion að Azeroth í upphafi?

Það var the Well of Eternity, rót allra galdra í Azeroth. Aszhara drottning Night Elves og Prestakyn hennar, Highborne, byrjuðu að nota galdrana úr the well. Þetta dró athygli Sargeras að Azeroth, sem átti eftir að hafa fremur afdrifarík áhrif.

8. Hvað hétu hin fimm ríki manna í seinna stríðinu?

Nokkurnveginn mín mistök hér, enda rugluðust margir á því. Það voru auðvitað 5 ríki í norðrinu í Lordaeron, Lordaeron, Arathi, Alterac, Gilneas og Kul Tiras en margir minntust einnig á Stormwind sem var auðvitað einnig ríki manna. Alveg nóg samt að nefna bara 5 ^^

9. Hvað merkir “Shan'Do” á máli Night Elves og hver er þekktastur fyrir að bera þennan titil?

Shan'Do merkir einfaldlega “honoured teacher” eða þá bara “merki lærimeistari”. Malfurion Stormrage var kallaður þetta af the Sentiels og Wardens í WC3, “Shan'Do Stormrage”, enda án nokkurs efa elsti og öflugasti lifandi Druid í Azeroth.

10. Hvað hét drekinn Korialstrasz öðru nafni, og hvert var hlutverk hans í sögu Warcraft?

Korialstrasz var mikill rauður dreki og persónulegur elskandi Alexstrasza the Dragonqueen. Hann var einnig þekktur sem Krasus, einn öflugasti galdramaður manna í Dalaran. Það voru hans áhrif og leiðsögn sem fengu Rhonin og föruneyti hans til að frelsa Alexstrasza frá Grim Batol.

11. Hvaða persóna varð fyrsti Satyr'inn?

Xavius var persónulegur ráðgjafi Queen Azshara og líklegast ábyrgasta persóna fyrir öllu þessum smávandræðum með The Burning Legion og svona smotterí. Hann hafði mikil áhrif á drottinguna í ráðabruggi hennar til að flytja Sargeras yfir til Azeroth. Með sambandi sínu við Sargeras í öðrum heimi, var Xavius pyntaður og breyttur með göldrum yfir í allt annað form. Hinn fyrsta Satyr.


12. Elune er gyðja Night Elves, en hvað heitir sonur hennar og hvaða hlutverki gegnir hún einnig í goðafræði Taurens?

Í goðafræði taurens er Elune hinn mikli máni, vinstra auga the Earth Mother. Líkamlegur sonur hennar er auðvitað hálf-guðinn Cenarius. Þetta bendir til að Elune er ekki einungis bara svona heildarímynd og persónugerð eins og the Earth Mother, heldur alvöru persóna eða guð.

13. Hvað hét mesta borg í sögu Warcraft, hvar var hún byggð og af hverjum?

Það voru mörg mismunandi svör við þessari spurningu, en his rétta svar (svona tæknilega, þetta er allt hlutdrægt) er Zin'Azshari eða hin mikla borg Night Elves á bökkum the Well of Eternity fyrir The Great Sundering. Hún var stærri og voldugri en nokkur önnur borg til í dag, og turnar hennra glæsilegri en allar spírur manna og álfa til samans.

14. Hvernig sveik Ragnaros Thunderaan the Windseeker og hvað gerði hann til að fangelsa Thunderaan?

Eftir hið gífurlega langa stríð milli the Titans og The Old Gods, voru þrír af The Old Gods ásamt rjómanum af herum þeirra fangelsaðir í litla hliðarvídd. Þar á meðal voru Ragnaros, Al'Akir, Therazane og Neptulon hershöfðingjar og undirmenn þeirra. Það var þá sem Ragnaros ákvað til að styrkja sig, að svíkja einn sterkasta hermann Al'Akir. Hann réðst á Thunderaan og nærðist á sálu/'essence' hans. Það litla sem var eftir að Thunderaan fangelsaði hann í hálsfesti, sem hann braut svo í tvo parta og gaf Baron Geddon og Garr hvor sinn part. The Bindings of the Windseeker sem margir kannast kannski við.

15. Lýstu lífi og dauða (og presumeably lífi eftir dauða líka) Ner'Zhul í stuttu máli.

Þessi ætti að vera auðveldur, Ner'Zhul var leiðtogi eins af sterkustu orka ættbálkunum sem lágu friðsamlega dreifðir um Draenor. Kil'Jaeden gerði honum tilboð um gífurlega krafta og vald, með því skilyrði að Ner'Zhul myndi samna saman flestum orkum í eitt ‘Horde’ sem myndi svo fara í stríð í Azeroth. Kil'Jaeden spillti svo öllum orkum áður en einhver náði að leggja orð í belg með því að láta þá drekka Blóð Mannoroths. Þá urðu orkarnir semsagt að Fel Orcs og flestir vita framhaldið. Hann átti annan frægan lærling, Gul'Dan sem var einnig öflugur warlock. Ner'Zhul varð Warchief of Draenor. Eftir að The Horde tapaði stríðinu við mennina í Azeroth, ákvað Ner'Zhul að safna saman nokkrum öflugum galdragripum til að opna fleiri portal eins og the Dark Portal yfir í aðra heima. Þegar hann gerði það varð kraftur allra portal'ana svo mikill að þau toguðu í og eyðilögðu svo loks Draenor, og eftir varð Outland. Þegar Ner'Zhul slapp í gegnum eitt port'alið úr hinum eyðilagða heim náði Kil'Jaeden honum. Við skulum ekki fara í smáatriðin en Kil'Jaeden breytti Ner'Zhul í the lich king, og til varð the scourge. Flestir kannast við hve the Lich King er, en hann semsagt útbreiddi hinn öfluga dauða her sinn. Recruit'aði Kel'Thuzad og Arthas, varð aðeins of öflugur og barðist svo við heri Kil'Jaeden og sameinaðist loks Arthas.

Úff, já þá er það komið held ég.

Sigurvegarar voru:

Armageddon með 14 og hálft stig af 17 mögulegum.

Arihrannar með 11 stig (gaf þér hálf fyrir mörg, mörg frekar illa útskýrð svör og mörg gáfu bara upp helming af sannleikanum)


Minnist bara á þessa tvo hæstu jafnvel þótt ég haf fengið mörg fleiri svör í gegnum skilaboð og svör :) Good job bara á séní'ana sem unnu, getum byrjað að kalla þá loremasters hér ^^ Ég skemmti mér ágætlega við að sjá svo um þetta, og vona bara að þetta vekji smá umræðu í kringum Warcraft Lore og svona.

P.S. Vengeance, ef þú ert að lesa þennan kork og ert að hugsa um að svara honum með einu af þínum æðislega fyndnu og hnitmiðuðu komment'um þá mæli ég með að þú standir upp úr stólnum og hlaupir með hausinn á undan á næsta vegg þangað til að þú snýrð þig úr hálsliðnum =] Fyrirfram þakkir.