Langaði bara að benda á það þeim sem það eigi vissu.

Í Video Options í WOW er hægt að haka við “windowed mode”. Eins og nafnið gefur til kynna þá keyrir þetta leikinn í glugga í stýrikerfinu.

Mjög þægilegt þegar maður er að bíða eftir zeppelin eða í flugi á milli staða, að geta kíkt á netið á meðan án þess að missa af neinu.

3000+ Xp 64bit m/1024mb DDR2 og GF6600GT ræður léttilega við þetta. Allt mjög smooth og flott.

Enn og aftur vill ég árétta að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta vita nær allir.
Langaði bara að kynna þetta fyrir þeim sem ekki vissu þetta. :)

(birt með fyrirvara um villur)
______________________________