Komið sælir allir þeir sem lesa þetta.

Ég tek það fram áður en ég byrja á þessum þræði að þetta er ekki ekki til þess að hefja nein vandræði eða rugl. Ég er eingöngu að segja mína skoðun á ákveðnu class í leiknum.

Allavega, þegar ég byrjaði þennan leik þá hóf ég þetta allt saman á því að gera mér human warrior eins og eflaust margir hafa gert. Aftur á móti þá varð þessi char eflaust einn sá lélegasti í sögu blizzard þannig að ég tók mig til og bjó til nýtt stykki. Bróðir minn var þá komin með lvl 20 undead mage þannig að ég ákvað að starta einu stykki Tauren Druid. Þetta var nýr server kallaður Nordrassil þar sem við bræður vorum nú ekki það fróðir um hvað ætti að velja. Aftur á móti þá hóf ég þennan char og þar byrjaði ævintýrið. Druid var ótrúlega skemmtilegt class og skemmti ég mér ótrúlega vel við að spila þennan char fram að lvl 60. Það er að segja þegar ég fór að fara í MC. Ég hóf mitt fyrsta MC run og við tókum einhverja fagga niður. Ég var búin að respecca og var með innervate og alles. Lvl 60 töffari. Aftur á móti þá hataði ég það svo mikið að vera restoration druid að ég tók mig til og eyddi þessum character rétt í þessu. Bara til allra þeirra sem eru rétt að byrja leikinn. Það síðasta sem þú skalt gera er að velja druid. Því að þetta er án efa lélegast og viðbjóðslegasta classið í leiknum. Þeir sem spila þetta class ættu að þekkja það.