World of warcraft varð eiginlega fíkn fyrir mig.
Ég fékk leikinn í desember frá vini mínum í BNA, þannig að það má segja að ég hafi byrjað um leið og betan var búinn. Ég var sem sagt á server frá BNA. Ég gerði Hunter character á Thunderhorn og náði ég lvl 60 eftir um það bil þrjá og hálfan mánuð og spilaði ég hann mjög mikið (eiginlega of mikið en það hafði þó ekki nein áhrif á mitt líf). Ég var kominn í gott guild sem heitir Gods of War og var ég búinn að eignast þónokkuð af ágætis kunningjum.
Ég var kominn með allt beastalker settið og vorum við farnir að stunda MC þónokkuð. Var ég Dragonscale leatherworker of skinner 315 með hjálp finkles skinner og +5 enchanting á gloves og gat ég gert Epic chromatic cloak sem ég gat selt á 800 gold. Síðasta föstudag var ég orðinn mjög pirraður á tíma muninum, þar sem hann er 6 tímar, þannig að ég tók characterinn minn og seldi allt sem ég átti á honum þar á meðal armorinn hans. Átti ég þá um 1400 gold.
Ég gaf allt gullið mitt til vina minna og er mikið að hugsa um að deleta Hunterinum mínum því ég er eiginlega alveg búinn að fá leið á honum og leiknum. Tekur alveg gífurlega mikinn tíma þar sem einn klukkutími er einungis nóg til að safna liði og svo þarf maður að eyða að minnsta kosti 2 tímum í einvherju af þeim fjölmörgu instances sem leikurinn býður upp á. Sé frekar mikið eftir að hafa eytt öllum armornum, ég hefði getað geymt hann eða jafnvel selt characterinn á ebay.
Það sem virkilega fór í taugarnar á mér var tímamunurinn sem er 6 tímar og var ég að hætta þegar flestir voru að koma heim úr vinnu og byrja að spila. Kannski maður byrji bara á byrjun á einhverum evrópskum server, hef jafnvel heyrt að hægt sé að færa hann frá BNA server yfir á einhvern Evrópskan en maður þarf víst að borga fyrir það. Kannski maður byrji með ykkur sem eruð að íhuga að koma saman og byrji frá grunni.
Kv BrynjarH