Jæja, ég og guildið mitt, Bloodthirst, komum upp góðu 40 manna raidi á Blackwing Lair eða Blackwing Lag eins og ég kýs að kalla það.

Mjög flott við Blackwing Lair er að það er meiri events í staðinn fyrir trash mobs í byrjun. Fyrsti Bossinn er strax í fyrsta hallinu.

Við vorum komin með bulletproof strategy til að sigra Razorgore the Untamed en laggið kom okkur fyrir kattarnef í öll 8 skiptin sem við reyndum.

Málið var að dps'ararnir okkar (Mages & Rogues aðallega) voru með of mikið delay á skills/spells þannig að við náðum ekki að drepa bylgjurnar af mobs sem koma á eventinu.

Ég frétti að einhverjir hafi downað hann á öðrum lag-free serverum, auk Vaelstrazs eða hvað sem næsti boss heitir. Við vorum að reyna að taka Razorgore í gær því þá gætum við drepið næsta boss, hann átti víst að hafa verið bugged og miklu léttari en ætlað var. Það verður lagað í dag.