Já, það gerðist fyrir nokkurm dögum að ég var að eitthvað að hanga í IF og hundleiddist að ég ákvað að reyna að finna leið til að komast uppá svæðið þarna í fjöllunum fyrir ofan Dun Morogh sem kallast Gnomish Airstrip og átti eitt sinn að vera byrjunarsvæði fyrir gnomes eða eitthvað en allaveganna mjög forvitnilegt svæði. Ég hafði heyrt um eitthvað glitch fyrir utan Dueling Grounds og að margir höfðu komist þangað með löngu og erfiðu fjallaklifri og ég reyndi það en datt jafn óðum niður og tók nokkur þúsund falling damage. Á endanum gefst ég upp og fer að ríða meðfram fjöllunum og reyni að finna leið upp þegar einhver ég sé einhvern NE rogue ríða á stað upp litla hæð fyrir framan mig sem storkar öllum náttúruöflunum.. Ég elti hann allaveganna og spyr hvert hann er að fara, hann segir mér að hann sé að fara uppá gnomish airstrip fyrir ofan og sspyr hvort ég vilji læra leiðina.. Ég játa og hann heldur áfram upp.. Við erum komnir hátt upp og virumst vera kominn á blindgötur því það er bara láréttur veggur fyrir framan okkur.. Nema hvað að rogue-inn byrjar að labba meðfram honum, bókstaflega í loftinu og áfram nokkra metra og fram á næstu syllu.. Texture-ið algjörlega í fokki og ekkert mál að gera þetta og volai! Kominn upp.. Þaðan er svo hægt að fara uppá Ironforge Mountains og bókstaflega um allt :D Blizzard er greinilega búið að setja upp fullt af secrets í fjöllin í kringum IF og ekkert mál að ríða þangað.. Lítið camp uppá hæsta tindi í leiknum með fána þar sem ég tók myndir, annað camp með tjaldi og varðeld og tveim dansandi gnomes vestur af fjallstindinum.. Svo tók ég meira segja myndir af mér upp á gates of Ironforge veifandi fólkinu fyrir neðan..

Allaveganna gaman að fara þangað og uppgötva þetta sjálfur.. Held það sé komið myndband á thottbot undir Dun Morogh um þetta glitch og um að gera að nýta sér það áður en Blizzard lokar þessu eins og þeir gerðu við Old IF :(