Eins og stendur þá er ég að klára prófin í dag og ætla að kaupa World of Warcraft, spurningin er hvar er hægt að fá hann ódýrast. Ég á ennþá þetta PRE-Order frá BT og vona að ég geti notað það ennþá vegna þess þegar ég ætlaði að fá leikinn fyrst þá áttu þeir hann ekki vegna þess að þeir voru búnir að selja öll eintökin. (hélt að þeir sem fengu PRE-Order væru búnir að tryggja sér eintak, en nú jæja) Þannig ég ætti alveg að geta notað PRE-Orderið er það ekki? En hvar er hægt að fá “Gamecard” ódýrast? Svo vil ég líka spurja hvað er besti realminn til að spila á fyrir mig núna og hvar get ég downloadað öllum nýjustu patchunum innanlands? Svo eitt annað, hvort er skemmtilegra að spila Alliance eða Horde vegna þess að ég hef heyrt að stundum séu algjörir noobar í Alliance og það sé leiðinlegt stundum að vera þeir?

Takk fyrir…….