ok ég hef spilað eve í eitt og hálft ár þannig að ég skil alveg role playing auk þess sem ég hef spila warcraft síðan fyrsti leikurinn kom út, warcraft II þó lang mest, þannig að ég fíla bæði role playing og warcraft.

Ég skil samt hvað það er við þennan leik sem heillar menn. Ég kýkti í heimsókn hjá einum vini mínum í siðustu viku þegar hann var nýbúinn að kaupa sér leikinn svona til að sjá hvernig þetta er, og hann var bara eitthvað hlaupandi út um allt, drepandi kindur og talandi við einhverja tappa.

Er eitthvað í þessum leik sem að fær þá til að spila áfram, annað en tilhugsunin um að komast á næsta level? meaning: eru einhver objective til að stefna að? Er eitthvað hægt að gera annað sem að drepa kyndur og drepa aðra playera, sem viðrist vera algjörlega tilgangslaust eftir því sem maður hefur verið að lesa.

Mér finnst samt lang verst við þennan leik að það er ekki hægt að spila í window mode, eftir því sem ég best veit, þannig að gaurar sem spila leikinn eru aldrei á msn =(

væri forvitnilegt að fá greinargóð svör við þessum plælingum.