Nú hef ég loksins náð að tryggja mér eintak af WoW. Ég spilaði alveg í betunni en átti ekki pre-order pakkann. En allavega þá langaði mig bara að deila þessari einstöku reynslu með ykkur ;)
Ég fór fyrst í BT, Smáralindinni, og gerði mig líklegan til að kaupa hann. Þá var sagt við mig að maður ÞYRFTI að hafa pre-order ruslið (sem þurfti EKKI þegar hann kom fyrst) og ég gæti ekki keypt hann. Samt sá ég alveg 20 eintök og allt var frekar rólegt… Þá fór ég í Elko, rétt hjá. Þar sagði kallinn að hann væri uppseldur og kæmi eftir BARA 3 vikur. Þá varð ég mjög niðurdreginn og ákvað að fara í BT Kringlunni og reyna að svindla mér inn WoW án pre-order. Svo ráfaði ég óvart inn í Skífuna (Snilldarbúð!!!) og viti menn… Eitt eintak… =) Annars sagði gaurinn í Skífunni að hann væri uppseldur allstaðar, nema í pre-order dæminu hjá BT.
Omg ! These chokodiles ! Like OMG ! These chokodiles !