Æ, ég veit ekki.. mig langaði bara að koma þessu á framfæri.
Það er sum sé búin að vera nokkur umræða um það hversu hratt menn geta levelað á sem stystum tíma.
Menn eru auglýsa lvl'in sín sí og æ eins og það sé eitthvað öfundsvert.
Persónulega verð ég mjög þreyttur ef ég spila meira en 4-5 klst sem er helvíti mikið.
Hvað er málið með að hanga 10+ klst í leiknum á dag ?
Menn sem fara upp um 25+ lvl á einni helgi og hafa því eytt u.þ.b. 95% af vöku tíma sínum í að spila..

Finnst engum öðrum það örlítið afbrigðilegt ? Að vera auglýsa svona yðju ?
Ekki misskilja mig ég elska WoW og er mjög mikill tölvunördi sjálfur, svo mikill að ég er stundum áreittur af fjölskyldumeðlimum mínum fyrir það.
En þetta skil ég bara ekki.. :/

Endilega halda þessu áfram ef þetta er það sem ykkur finnst skemmtilegast að gera í leiknum.
Ég hinsvegar skemmti mér mun betur við að taka hóflega í að klára quest og grinda og ‘explore’a eða raida þar á milli.

Hvað finnst ykkur um þetta hérna ?
Er ég bara of mikill 'noob' til að skilja þetta ?
Stranger things have happened