Hvað er eiginlega málið,maður ætlar í góðu flippi að fjárfesta í world of warcraft í dag enn hann er uppseldur og aðeins Pre-order eintök eru að seljast…

ég er ekki neitt að setja útá pre order eintökin sem slík því þeir sem keyptu slíka pakka eiga náttúrulega forgang á aðra.Enn yfirlýsingar frá ónefndri búð um að þeir ættu alveg þvílíkar stæður af þessum leik tilbúnar til sölu í dag og enginn ætti að örvænta neitt að hann fái ekki eintak enn svo þegar maður sjálfur,kaupandinn fær séns til þess að skreppa og ná sér í eintak þá eru þau öll uppseld? Tökum dæmi ég fæ hádegismat og fer frá vinnu upp í bt hafnarfirði um 12:40 strákurinn þar segir mér að hann sé búinn að selja öll sín eintök enn það væru um 100 eintök niðrí smáralind og 200 niðrí skeifu og ég spyr hann hvort maður þurfi þennan pre order pakka til að geta keypt eintak? hann segir nei því þeir eiga alveg nóg af honum,ég bruna niðrí smáralind og er alveg að vera búinn með matarhléið enn bíð spenntur eftir að fá að prufa þennan eðalleik þannig að ég læt mig hafa það. Enn heyrðu! það eru svona 20 eintök undir glerborðinu á afgreiðslukassanum og það er ekki hægt að kaupa það nema að vera með pre order pakka…hvað varð um 80 eintök? hurfu þau bara á 6 min.Þar sem ég var búinn með matarhléið lét ég ógert að skreppa á rúntinn niðrí skeifu enn gerði það á heimleiðinni…enn það var sama sagan allt uppselt.Mér sjálfum finnst hrikalega leiðinlegt þegar það er lofað einhverju enn þegar á hólminn er komið þá er ekki staðið við loforð.

Veit einhver hvenær þessi leikur verður til sölu í einhverjum búðum..dagsetning væri ágæt svosem