Ég er búinn að vera að spila betuna á fullu, og þar sem hún er búin ætla ég að reyna að finna mér eitthvað að gera þangað til leikurinn kemur út :).
Eftir því sem ég spilaði meira varð ég heillaðari, hoppaði fram af Teldrassil og reyndi að drepa Sylvanas sem dæmi. Þetta er frábær leikur í heildina, en samt hefur hann, eins og allir aðrir leikir sína galla.
Sem dæmi um galla (að mínu mati gallar) eru t.d.:
Sjávardýr, neðansjávar umhverfið er alveg geðveikt, en það myndi samt alveg bæta geðveikt stemminguna að fá að sjá eitthvað aðeins stærra en bara Murloca, mér finnst líka eins og það sé ekki lögð nógu mikil áhersla á Warcraft söguna, meira lagt áherslu á að þetta sé “leikur”, í staðinn fyrir að upplifa Warcraft heiminn…

Hvað finnst ykkur ?