lang flest clössin í WoW eru mjög vel balanced og ég gæti alveg hugsað mér að vera hvaða class sem er, líta öll út fyrir að vera mjög góð og skemmtileg.
en svo eru warriors vs paladins bara rugl. paladin er alltof overpowered og warrior er underpowered. ég veit alveg að það er hægt að drepa paladin með því að outrange-a hann bara en það tekur það langan tíma að maður getur alveg eins leyft honum að drepa sig bara til þess að þurfa ekki að eyða þessum 2 tímum í að drepa hann, ég er lvl 32 hunter og lenti í fight við lvl 34 paladin áðan fyrir utan astranaar, ég hljóp bara og skaut á hann og lét petið lemja hann, svo snýr hann sér við og byrjar að lemja petið, ég hugsa bara haha lol noob nú owna ég hann meðan hann reynir að drepa petið =P (ekkert annað class ætti séns í hunter með því að drepa petið fyrst og hunterinn svo) og ég náði honum niður í svona 5-10% hp þegar petið drapst, svo notar hann divine shield, lemur mig 1-2x (og gerir yfir 100 dmg per hit) og fyllir svo lífið sitt með 1 healing spell, ég næ að komast aðeins frá honum og setja á apsect of the cheetah, hleyp aðeins frá honum, stoppa og skýt hann og hleyp aftur, droppa svo freezing traps og skýt hann og þetta gengur bara vel =P svo þegar hann er að deyja healar hann sig og fyllir lífið aftur með 1 galdri. þetta endaði svo með því að hann hljóp aðeins framhjá trap þannig að ég reyndi að fara til baka til að láta hann fara í það en hann stunnaði og drap mig, ég átti um 500 hp eða 50% og hann drap mig áður en stunnið kláraðist.

hvað finnst ykkur um þetta? á að nerfa paladin og/eða gera warrior betri?