í gær fórum ég og vinur minn, ég var lvl 27 og hann lvl 25 til booty bay og þaðan til gnomeregan, því við vorum með quest með einhverjum sjúkum rare leather buxum með +18 agility. við förum til gnomeregan, hittum einhver lvl 26 elite creeps, allt í lagi með það, fáum sjúkt xp og pening… svo koma nokkrir alliance gaurar í lvl 30+ sem ákveða að sýna hvað þeir eru skilled með því að taka 2v5 meðan það eru creeps í okkur og þeir eru allir 5-10 levels fyrir ofan okkur, og drepa okkur. við bara ok bara pvp death smá durability, höldum áfram, eftir smá tíma gerist þetta aftur, og svo aftur en þá næ ég að flýja í portalið til booty bay í gegnum portalið, þá kemur lvl ?? (semsagt 40+) paladin og drepur mig, þegar guards byrja að lemja hann stekkur hann í vatnið og þeir hætta að elta hann og láta hann alveg í friði, ég resurrecta mig og ætla í portalið, kemur hann aftur og drepur mig, ég resurrecta mig aftur, þá kemur lvl ?? rogue og backstabbar mig, nú er ég farinn að þurfa að bíða í svona 2 mínútur eftir að resurrecta, loksins resurrecta ég, þá er lvl ?? hunter uppá þaki einhversstaðar sem drepur mig (og guards ná ekki til hans auðvitað, ekki að það myndi svosem skipta máli). á endanum ákveð ég að fara til baka, ætla í skipið en þar eru 3 alliance gaurar svo ég stend bara við hliðina á guard og nota hearthstone.
og svo annað, fyrst þegar ég kom þangað, var ég að leita að banka, labbaði útum allt og skoðaði mig um, svo allt í einu sá ég gryphon master, ég hljóp náttúrulega en enraged gryphon fljúga frekar hratt og gera frekar mikið dmg svo þeir náðu mér og drápu á svona hálfri sekúndu.

ég veit að ég joinaði pvp server og allt það en er þetta ekki aðeins of mikið? mér finnst allavega blizzard verða að laga neutral towns svo að það sé hægt að vera þar án þess að vera drepinn endalaust af gaurum sem eru 10-15 levels fyrir ofan mann.
og hvað er svo gryphon master að gera í neutral town, ætti hann ekki allavega að vera neutral líka?

ég var svona aðeins að hugsa um þetta í gær og mér finndist lang einfaldast og best ef að guards fengju bara eitthvað til að stoppa gaura sem flýja, og myndu elta í vatn, og/eða fólk missti reputation í neutral bæjum sem það PK-ar (player kill) í. auðvitað myndu þessir gaurar ekkert leyfa þeim að drepa og drepa endalaust alla þarna.