Mig langaði bara að láta vita af þessu og spyrja hvort aðrir hafa lent í þessu.
Ég og tveir vinir mínir (ég - lvl 23, dwarf warrior þeir human rogue og dwarf paladin á sama lvl) fórum í Deadmines með það fyrir augum að kála Van Cleef.
Við pikkuðum einn Gnome mage með okkur á leiðinni.
Hann var þó ekki mikið þarfaþing. En allavega. Þetta gekk allt vel og við náðum að drepa (þó brösulega) alla mini-bossana, verð bara að minnast á stóra svarta taureninn sem hleypur alltaf að kistu og nær sér í stærri vopn eftir því hversu mikið líf hann missir, öskrar alltaf jafnframt því: “Now you're making me angry !”, snilld.

Svo kom að því að við komumst í Van Cleef. Þetta var búið að taka okkur svona 1 og hálfa klst.
Hann stóð bara í myrkrinu og beið eftir að fá öxina mína í ennið á sér.
Ég tók fram fallega riffilinn minn og ‘pullaði’ Van Cleef sjálfan að mér. Hann kom með svona viðeigandi taunt sjálfur, “Our cause is the righteous one, die !”. Ég óttaðist hann auðvitað ekkert.
Ég stóð í defence stance og leyfði Van og lífvörðum hans að hamra mig og vinur minn pally'inn healaði mig jafnt og þétt.
Við vorum auðvitað himinlifandi með það hversu hratt við vorum að ná Van Cleef niður. En okkur að óvöru birtust fleiri lífverðir og pally'inn var búinn með mana.
Við vorum þó staðráðnir í að ná Van niður og okkur var að takast það þegar ég, mage'inn og paladininn féllum í valinn. Rogue'inn okkar náði þó að taka Van Cleef sjálfan niður og við vorum himinlifandi.

Ég ressaði með glöðu geði og hljóp aftur inn, í gegnum námuna og að staðnum þar sem bardaginn var háður. En nei.. Van Cleef var horfinn og þarmeð hausinn á honum. Þetta þótti okkur ekki nógu gott og sendum petition, flugum heim og logguðum út.

Næsta dag (í dag) fórum við aftur. Í þetta sinn vorum við bara þrír vinirnir, 1 lvl hærra.
Þegar við vorum komnir að stóru gate'i birtist fyrir framan okkur Game Master og sagði okkur að questið væri buggað (really ?!). Jafnframt því bauðst hann til að fylgja okkur gegnum questið og fylgjast með að allt færi ekki á besta veg.

Við runnum í gegn í þetta sinn þar sem við vissum hvaða leið við ættum að fara og hvar erfiðir bardagar voru staðsettir. Game masterinn var líka helvíti skemmtilegur fýr og almennilegur í alla staði. Við vorum heldur ragir í að hlaupa í Van Cleef saman og stóðum nokkrar mínótur fyrir utan herbergi hans og reyndum að kreysta alla mögulega boostera fram (well fed, battle shout, might ofl.).

Það kom svo í ljós að seinni kynni okkar við Van Cleef voru mjög ánægjuleg þar sem hann var ekki lengi að falla með andlitið á kalt viðar gólfið, þó svo að nokkuð spauglegur eltingarleikur atvikaðist milli mín og síðasta lífvarðarins.. þar sem ég var fórnarlambið. Ég slapp þó með u.þ.b. 20 í líf, blessunarlega.

Við kláruðum svo questið með því að taka alla þrjá hausana hans Van Cleef (HEHE) og skella því til góða karlsins sem gaf okkur questið. Ég fékk fallegar buxur og titilinn ‘Defender of the people’, merkilegt nokk.

En böggið var s.s. það að ef þú deyrð þegar Van Cleef er dáinn, þá færðu ekkert reward (eða eitthvað í þá áttina). Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öðrum endaköllum, en ef svo er þá er góð regla að taka lífverðina fyrst.

Þótt þetta leiðinlega atvik hafi gerst hafði ég mjög gaman af Deadmines ævintýrinu, það var vel gert í alla staði. En hefur einhver lent í þessu áður ?

Endilega fá nokkrar sögur af questum og ævintýrum frá þeim sem eru að spila. Margt skemmtilegt sem gerist í þessum leik.
(Drap lvl 42 Warrior meðan ég er á lvl 25 :Þ .. ókey, með smá hjálp).
Stranger things have happened