Fyrir nokkrum dögum var þráður á þessum korki þar sem fólk var að spjalla saman um hverjir væru að spila US version, hverjir ætluðu að bíða eftir EU beta, og hvernig fólk færi eiginlega að því að spila US version.

Þessum þræði var eytt.

Mig langar bara að spyrja: Afhverju var honum eytt?

Ekki eins og það sé ólöglegt fyrir evrópubúa að kaupa og spila US version (ef svo er þá væri ég til í að sjá þau lög), og ég fæ ekki séð afhverju stjórnendur á hugi.is/blizzard ættu að eyða þræði um eitthvað einfaldlega afþví að fyrirtækið Blizzard bannar evrópubúum að spila US version.

S.s. hér, á íslenskri síðu algjörlega óháðri Blizzard Entertainment, var þræði eytt afþví á honum var verið að tala um eitthvað sem reglur Blizzard fyrirtækisins banna fólki að gera. Það tel ég a.m.k. líklegustu ástæðuna fyrir eyðingunni.

Finnst engum öðrum þetta frekar silly?

Zedlic