Mér finnst BT engan veginn hafa staðið sig vel í sambandi við útgáfu pre-order á WOW-Europe. Í fyrsta lagi sá ég ekki eina auglýsingu sem gaf til kynna útgáfu leiksins, sem er reyndar kannski allt í lagi vegna þess að allir vissu af honum. Í öðru lagi hringdu vinir mínir í BT miðvikudaginn 24.11.2004 og vorum við búnir að frétta af því að þá ætti leikurinn að koma í verslanir, við vorum alveg vissir á því að næla okkur í eintak. Þeim var þá sagt að leikurinn kæmi ekki fyrr en föstudaginn 26.11.2004, og þeir bara fóru og ekkert meira með það. Svo þennann tiltekna föstudag fórum við allir í BT um klukan 16:00 og þá var sagt að leikurinn væri enn ekki kominn í verslanir, en þó til landsins og þeir í BT vonuðust til að fá hann fyrir klukkan 17:00. Við fórum bara aðeins á röltið og komum aftur klukkan 16:45 og þá var okkur sagt að hann kæmi ekki í búðir fyrr en í fyrsta lagi mánudaginn 29.11.2004 og við vorum orðnir smá pirraðir. Svo kom mánudagurinn og vinir mínir fóru niður í BT og fengu þau svör að leikurinn kæmi ekki fyrr en á miðvikudaginn, og þá voru nú flestir orðnir svona pínu pirraðir. Svo stóðst það nú og leikurinn var uppseldur eftir um klukkutíma. Þetta var nú sagan mín og vona ég að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni.