Þetta e-mail sendi ég til símans fyrir nokkrum dögum

Eins og þið kannski vissuð þá er world of warcraft leikurinn að fara að koma út bráðlega. World of warcraft er mmorpg eins og Eve sem þið ættuð að kannast við. Hér er ég eflaust að tala fyrir hönd margra spilara. En svo er mál með vexti að maður þarf að borga í kringum 1000kr á mánuði til að spila (Svipað og Eve). Svo þarf að dl patchum þegar af því kemur, og þar sem það verða engir íslenskir serverar þá erum við að spila á erlendum severum, sem gerir það að við eyðum meira af erlendis dl magninu. Svo sumir hætta bara við að kaupa leikinn vegna þess. Þeim finnst alltí lagi að borga 1000kr á mánuði en að borga svo + fyrir allt erlent dl finnst þeim fara yfir mörkin. Svo ég/við pressum á ykkur eða byðjum ykkur fallega að reyna að gera eitthvað í þessum málum. Svo sem íslenskan Mirror fyrir World of WarCraft eða proxy eða eitthvað “þvíumlíkt”. Við vonum að þið getið gert eitthvað í þessum málum þar sem þið björgðu því í Steam – Counter Strike :) og Eve að mig minnir.

Kv. WoW spilarar

Svarið sem ég var að fá í dag er :

Sæll

Ég tjékkaði á þeim sem sjá um skjálfta og þeir segja mér að þetta sé leikur sem sé frá Blizzard og þeir reka servera sem heita battlenet og það er víst oft búið að spyrja þessa Blizzard menn hvort við megum reka innlendan battlenet server en svarið hefur því miður alltaf verið nei.

Þannig að viljin er fyrir hendi hjá okkur, en þeir hafa ekki tekið vel í það að við sjáum um innlendan server. Ef við náum ekki samningum við þá er ekkert sem við getum gert.
—————————————-
Svo tilgangur minn með því að posta þessu hér er að segja ykkur að vonin er enþá lítil um að fá íslenska server :P En samingar ganga víst ekki vel svo ekki er víst með það :S En vonum það besta :P