Vivendi eru víst að þrýsta á Blizzard að gefa út WOW sem fyrst. Það þýðir að leikurinn gæti verið gefinn út með meiri göllum og svona.

Allavega veit ég að betan hefur þónokkuð af böggum/göllum í augnablikinu. Einnig eru fullt af balance hlutum sem þarf virkilega að pússa. T.d. er leatherworking bara algerlega tilgangslaust drasl. Og Paladin er víst ekkert alltof heitur. Síðan þarf miklu meira að pæla í hvernig leikurinn skal vera spilaður t.d. þarf að pæla mun betur í “efnahagskerfið” t.d. passa upp á að það verði ekki offramboð á peningum (vel þekkt úr Diablo 2) þannig að pengingar verði ekki verðlausir en þá verður allt trade systemið hálf gallað.
Blizzard eru þekktir fyrir að gefa út gallalitla leiki og ég vill frekar að þeir taki sér lengri tíma en að gefa hann of snemma út.