Enginn er alveg viss um hvaðan Madawc er, aðeins að einn daginn gekk hann út úr hæðum Val Narian í Norðri, exi í báðum höndum, tilbúinn að berjast. Þeir sem voru nógu brjálaðir til að berjast við hlið Madawc töluðu um hann sem spámann bardagamansins. Hann hélt því fram að hann væri bölvaður með sjónum frá bæði fortíð og nútíð. Hann myndi oft byrja bardaga án ertingu, haldandi því fram að hann sóttist eftir réttlæti fyrir glæpi sem ekki enn var búið að fremja. Fyrir hvern bardaga sat hann, líkt og hann væri í hugleiðslu, starandi upp til himins. Stundum, þegar hann datt út úr þessum hugleiðslum, myndi hann rísa upp hvaðan sem hann sat, og fara, án þess að taka þátt í komandi bardaga. Þeir sem vissu af þessum hugleiðslum Madawc byrjuðu að trúa því að hann gæti spáð fyrir um útkomu bardaga jafnvel áður en barist er. Hvernig öðruvísi gæti gamli brjálaði þorskhausinn lifað af jafn lengi og hann gerði? Hann varð vel þekktur meðal bardagamanna af Vestrænum Löndum útaf þessum hæfileika sínum er menn héldu að hann hefði. Men byrjuðu að fylgja Madawc hvert sem hann fór, urðu kyrrir ef að hann varð kyrr, fóru ef að hann fór. Hann varð nokkurskonar goðsögn, spámaður bardagamannsins. Samt sem áður, eina nótt er Madawc sat í kringum eldinn með nokkrum manna sinna, stóð upp, lét pípuna falla, og fór. Þegar einn af mönnum hans stansaði hann og spurði hvert hann var að fara sagði hann, ,,Hinir Fornu hafa kallað á mig til að verja Arreat fjall. Svo, ég má til með að fara.” Rekandi framhjá manninum, Madawc byrjaði langan brottflutning sinn suður að tindi Arreat fjalls.