Talic er frá Vestrænum Ströndum af Villimanna Konungsríkinu. Á ungum aldri, hafði Talic nú þegar náð valdi á mörgum af bardagahæfileikum Villimannaþjóðflokksins. Hann var aðeins 19 ára þegar Þeir Fornu kölluðu hann til sín til þjónustu. Fyrir köllunina, hafði hann bara heyrt helgisögur um Arreat fjall. Kae Huron fjallagarðurinn, er Arreat liggur, er ekki einu sinni sjáanlegur frá hlýjum vötnum er hann ólst upp í kringum.

Einn morguninn var bankað á dyrnar hjá honum. Það var Öldungur bæjarins og gömul kona. Þau komu inn er kona hans og ungt barn þeirra sátu við borðið. Konan var kynnt sem Kala, Sjáandinn fyrir Sescheron, höfuðborg Villimanna kynkvíslanna. Hún kom til að veita Talic hinsta verkefnið, að vernda heilögu hlið Arreat fjalls. Verðlaun hans fyrir að samþykkja þvílíka þjónustu yrði eilífð á tindi fjallsins. Á meðan þetta var heiður handan skilnings, að vera valin fyrir þvílíkt hlutverk, gæti hann aldrei snúið aftur heim, né séð fjölskyldu sína nokkurn tíma aftur.

Talic reis upp af stólnum, standandi hausi hærri en Sjáandinn og sagði henni óhemjulegur ,,Ég fer ekki.” Hann hafði neitað. Hann sagði Sjáandanum að velja annan. Kala leit á hann og sagði að valið væri ekki í hennar höndum. Þeir Fornu höfðu talað við hana um ungan stríðsmann í vestri nefndan Talic. Það er sá sem þeir vilja, það er sá sem þeir velja. Talic starði lengi á Sjáandann. Þá loksins, hristi hann hausinn hægt samþykkjandi, sneri sér að konu sinni og barni, kyssti þau bless, og ferðaðist til Arreat fjalls.