Jæja þó að mér sé mein ílla við að senda efni á korka þá var það víst ég sem var að kvetja til þess að fólk færi að senda inn efni og ég vona að fólk verði ánægt með þetta.


Það var kalt í Miklagarði, kaldara en venjulega. Riddararnir klæddust feldum yfir brynjunum og reyndu að ganga varðgönguna hratt til þess að halda á sér hita.
Mikligarður var stórt virki, fjögra og hálfs metra háir virkisvegir úr hertu stáli að utan og 2 metra lag af þéttu bergi að innan. Fyrir neðan var þriggja meta djúpt síki sem fyllt var með vanti, á vatninu var olíubrák sem kveikt var í ef öflugar árásir voru gerðar.
Síkið var um fjögra metrar á breidd svo að ómögulegt var að stökkva yfir.
Á hornunum voru skýli þar sem geymdar voru örvar, skildir, sverð og blóðvökvi í flöskum.
Turn var á hverju horni en þeir voru byggðir sér og ekki var hægt að komast inn í þá af virkisvegnum heldur þurfti að fara niður og svo upp langa hringstiga sem var stórsnjallt.
Virkið var um tveir ferkílómetrar að flatarmáli svo að það þurfti mikinn mannskap til þess að verja það en líka gríðarlegan her til þess að sigra það.
Í miðju virkinu var hár turn, þar sátu alltaf fimm men og horfðu út yfir sléttuna. Það var útilokað að laumast að virkinu, það voru þrjúhundruð metrar í næsta skjól frá virkisveggjunum.
Amos gekk hratt að næsta skýli, hann var svangur og þreyttur. Hann hafði verið á vakt frá því um morguninn. Hann var mjög á móti varðgöngum. Miðturninn sá um það að engin kæmist óséður að virkinu en samt vildu öldungarnir hafa þessar fáránlegu varðgöngur. Frekar vildi hann vera niðri að æfa bardaga tækni eða æfa sig í því að nota riddara árurnar. En Öldungarnir réðu og allir þrettán voru sammála því að varðgöngur væru besta aðferðin við að halda vikinu öruggu. Sjálfir sátu þeir í stórasalnum, sem var bygging undir miðturninum. Þar var bæði hlítt og nóg að borða.
Amos var komin að skýlinu þar sat Jar og drakk blóðvökva.
”Ég er kalin á fingrunum,” sagði Jar í afsökunartón. Það var lítið skárra að vera í skýli en það var þó gott að hafa einhvern félags skap.
“Verður þú lengi á vakt?” spurði Jar án þess að virðast hafa nokkurn áhuga á svarinu.
”Nei, ég verð fram að sólsetri,” ansaði Amos.
Amos horfði yfir sléttuna og virti fyrir sér auðnina. Engin hefði sigrað þetta virki síðan það var byggt og það virtist vera óhugsandi.

Sólin var að setjast, Amos gekk inn í matsalin sem var stærsti salur virkisins. Þar komu menn saman ef þurfti að ræða mikilvæg mál eða verið var að halda veislur eða aðrar athafnir. En venjulega var þetta bara matsalur. Amos settist niður með 3 öðrum riddurum sem hann þekti ekki. Það var ekkert óvenjulegt, það voru yfir sexhundruð mans í virkinu þegar minnst var.
Amos sat og borðaði rólega, hann hafði engan áhuga á því að fylgjast með samræðum hinna. Það einna sem hann hugsaði um var að komast í svefn skálann og inn í herbergið sitt.
“STANDIÐ RÉTT!” kallaði einhver framar í salnum. Amos tók viðbragð og rauk á fætur.
Inn í salinn gengu þrír öldungar og einn kaftein. Það var nú ekkert svo óvenjulegt, þessir öldungar vildu sífelt vera að sína sig fyrir riddurunum, það átti víst að efla samstöðu þeirra. Amos var ekkert hrifin af því, hann vildi fá að borða í friði fyrir þessum gömlu fíflum.
Kafteininn var auðþekktur, allir yfirmenn fengu sérstakar brynjur þegar þeir voru hækkaðir í tign. Grænt merki þegar þeir voru liðsforingjar, gult þegar þeir urðu flokks foringjar, appelsínugult þegar þeir urðu herstjórar og loks var það blátt þegar þeir urðu kafteinar.
Amos var algerlega á móti þessu, það átti að fylgja gömlu hefðinni. Ekki að mismuna mönum. Það átti að hafa einn leiðtoga í bardaga og kannski einn til tvo undirmenn þegar hópurinn var svona stór. Mikligarður vara eina virkið sem var með þetta fáránlega kerfi. Snilldarhugmynd öldungana.
Kafteininn gekk á eftir öldungunum og heilsaði nokkrum með kveðju en öldungarnir gengu áfram og yrtu ekki á nokkurn mann.
Þegar þeir voru komnir að langborðinu fengu þeir sér á disk og settust niður skammt frá hinum. Þegar þeir voru sestir lyfti einn þeirra upp hægri hendinni og einhver kallaði setjist. Öldungarnir litu víst svo á að þeir ættu ekki að tala við óbreytta riddara ef þeir komust hjá því.
Amos hámaði í sig matinn, greip skjöldinn og gekk út úr salnum áður en þessi skrípa leikur hæfist aftur.

Þegar hann kom að svefnskálanum rakst hann á Jar sem var aðkoma út úr sjúkrastofunni.
“Kalið er verra en ég hélt” sagði hann áður en Amos náði að spurja.
Amos gekk inn í herbergið sitt, þetta var einfalt herbergi beint á móti hurðinni var rúm og fyrir framan það kistil fyrir vopn og brynjur. Á hægri vegnum var lítil skápur með blóðvökva og sárabindum. Vinstra megin var annar kistil með fötum, hann máti nota sem stól ef svo bar til.
Amos klæddi sig úr brynjunni, hönskunum og stígvélunum. Hann settist á rúmið og fór að brýna sverðið. Hann lagði svo sverðið á kistilinn fyrir framan rúmið og klæddi sig úr skyrtunni og sokkunum. Hann lagðist í rúmið og ætlaði að fara að sofa þegar hann fann eitthvað hart undir sænginni.
Hann tók það upp og sá að það var öxi, ekki merkilegt vopn en það var áhugaverð letrun á skaftinu. “Besti nemandi Virgins”
Amos brosti, hann átti von á gesti.