Sælir hugarar, núna þarf ég hjálp frá ykkur.

Þegar ég ætla að spila Frozen Throne þá þarf ég að downloada nýjasta patchinum. Þegar ég downloada honum kemur einhver error. Það stendur að ég þurfi að downloada patchinum aftur.
Ég geri það og þá kemur aftur sami errorinn. Þá stóð að ég þyrfti að reinstalla leiknum. Jæja, ég uninstalla leiknum.
Þegar ég ætla svo að installa upprunalega WarCraft III (maður þarf að installa hann fyrst til að spila Frozen Throne) þá skrifa ég CD-keyinn og stöff.
Síðan loksins þegar ég get byrjað að halla mér aftur í stólnum kemur error:

“Setup cannot read a required data file. Your Warcraft III CD may not be in the CDROM drive. Please ensure that this disc is in the CDROM drive and press Retry. To cancel the operation, press Cancel.

D:\\war3.mpq
Error 0x00000017: Data error (cyclic redundancy check).
(FileUtil.cpp:816)”

Síðan þegar ég var búinn að ýta nokkrum sinnum á retry gafst ég loksins upp og ýtti á cancel. Þegar ég ýtti á það kom:

“Setup was unable to copy the following file:
war3.mpq
Error 0x00000017: Data error (cyclic redundancy check).
(C:\\temp\\020606lockit\\Installer\\Source\\DiskUndo.cpp:240)

Operation aborted.”

Veit einhver hérna hvað ég get gert? Öll hjálp er vel þegin.

kv. Skossi<br><br>———————–
Sendu mér <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Skossi">skilaboð</a> ef þig langar í Monty Python áhugamál.