Hæ!
Ég er major Blizzard fan en aldrei hef ég verið jafn spenntu og ég er orðinn fyrir WoW, þetta mun örugglega vera einn besti leikur allra tíma enda er ekki hægt að búast við öðru frá þessum snillingum. Þeir hafa gefið út leiki á borð við Warcraft 1 sem var fyrsti leikurinn sem þeir gerðu undir nafninu Blizzard, svo eftir honum kom diablo sem var algjör snildar rpg leikur, ég er meira að segja enn að spila hann af og til þegar ég nenni ekki í Diablo 2 sem er áfram hald af honum. Svo er það einnig starcraft heimurinn sem er geðveikt flottur, með terran Marines hlaupandi um allt og drepandi Zerglinga, svo eru líka snildar kallar sem eru kallaðir Zelotar og eru með geislasverð föst við hendurnar á sér(verður einnhvað svalara en það?). Þessir leikir hafa allir verið í þeim bestu gæðum sem boð er á svo hefur verið skemmtilegt að spila þá svo ég er að deyja úr spennu.

Ps. var næstum búinn að gleima Lost viking sem þeir eru að endurgera, þegar þessi leikur kom fyrst út þegar þeir hétu siphon and einhvað, ég man eftir því þegar spilaði þennan leik fyrir mörgum árum og ég eyddi tímum saman að reyna að leisa þrautirnar.
What a thumping good read,