Hefur einhver annar en ég tekið eftir því að þetta er að breytast ú blizzard áhugamáli yfir í warcraft áhugamál. Finnst ykkur allt í lagi að láta það gerast? Ég hef farið svona með reglulegu millibili inn á þetta áhugamál í von um að finna einhverja grein eða eða könnun um diablo leikina. En allt kemur fyrir ekki bara eintómt WC III kjaftæði (bara svona ef þið vitið ekki þá þýðir er WC skammstöfun fyrir klósett í bandaríkjunum). Ség er ekki að segja að warcraft sé leiðinlegur en blizzard hefur gert aðra leiki líka og flestir þeirra eru mun betri en warcraft að mínu mati.
Vonandi hef ég ekki móðgað neinn en þetta er bara mín skoðun.
<Blank>