Eins og þið vitið kannski þá fóru nokkrir mikilvægir starfsmenn frá Blizzard Entertainment í lok júnímánaðar. Þessir aðilar voru Eric Scahefer, Max Schaefer, David Brevek og Bill Roper. Þeir hafa nú ákveðið nafn og komið upp vefsíðu fyrir nýja fyrirtækið sitt, sem nefnist <a href="http://www.flagshipstudios.com“>Flagship Studios</a>. Þeir virðast ætla að einbeita sér að leikjum sem hafa svipað snið og Diablo, bæði skemmtilegir í einspilun og líka þegar þeir eru spilaðir yfir netið.

Ekkert nafn er komið á nýja leikinn þeirra, en þið getið samt séð brot af myndefninu fyrir leikinn á forsíðunni. Dominatrix kvendjöfull? Hljómar vel í mínum eyrum. :)<br><br>- Royal Fool

<a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a