Skemmtilegur titill ;)

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver gæti komið með nokkra góða pointera fyrir byrjanda sem spilar hönd Human í Warcraft 3 the Frozen throne ?
Gaman að vita hversu marga vinnumenn maður á að nota, eða hvort maður eigi að ráðast á creeps strax eða safna her og taka mörg í einu…

Ég er búinn að reyna að æfa mig á móti tölvunni aðeins, reyni þá helst að vera human vs. 1 eða 2 óvinum í normal en ég bara tapa alltaf, afar sjaldan að það bregði útaf vananum.

Ég er búinn að lesa eina grein um hvernig á að byrja þetta allt saman en skil hana ekki nægilega vel því hún er öll í skammstöfunum og svoleiðis rugli sem ég skil ekki. Mér langar líka að vita hvaða kalla mönnum finnst gott að nota saman sem human, persónulega finnst mér best að nota rifle mans, presta og riddara, og þá láta presta hækka armor hjá riddurunum.

Aðal ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan kork er sú að ég er orðinn verulega þreyttur á að tapa alltaf gegn tölvunni sem og á lani, einnig er ég að spá í að fara spila online…