Hvernig væri það nú að lífga upp á umræður um tactik hér á huga.
Ég hef verið að spila dálítið á battle.net og tekið eftir að yfirleitt nota allir sömu tactic. Það er eins og þeir sjái hana notaða einhverstaðar og herma bara eftir.
En það eru mun fleiri möguleikar í stöðunni:
Til dæmis sér maður aldrei neinn nota banshee (mjög vanmetin). Ég hef prufað þær sjálfur dálítið og þær svínvirka á móti melee gaurum (samt er ég alger noob með undead). Þú getur eignað þér heila herdeild af touronum bara með því að beita banshee rétt.
Svo er eins og engum hafi dottið í hug að nota chymerur með druid of the claw. Það er magnað combo (druidarnir með rejuvenation og roar).
Fáir nota steam tanks, sem þó geta unnið leiki fyrir liðið ef tími gefst til að búa þá til. Svo er það hending að sjá einhvern nota meat wagons, catapults eða ballistur.
Það væri gaman að sjá fólk aktívara í umræðum sem þessari í stað þess að rífast endalaust um einhverjar stolnar betur.

Takk fyrir.