Skráning í thursinn er hafin. Þetta er eins og áður hefur komið fram 2v2 keppni þar sem spilaður er einn leikur í viku og komast bæði liðin að samkomulagi um hvenær leikurinn á að vera spilaður.

Ég hvet alla til að redda sér partner og skrá sig. Liðin eru misgóð og allir hættu að hafa jafna og góða leiki. Það geta allir unnið alla, t.d. unnu myrkvi og benni mig og kela um daginn. Afsakanir eins og ég er með aukapakkann og nenni ekki að spila RoC eru bull, bara gera dual-install eins og sýnt er á www.battle.net.

Ef þið eruð þegar skráðir endilega farið aftur yfir hjálparskráningardæmið, margir skráðu einungis klön en það þarf að skrá bæði klön _og_ lið frá klaninu. Ednilega reynið að minna fólk á thursinn ef þið eruð á b.net og hvetja fólk til að skrá sig.

Það er hægt að gera allskonar sniðuga hluti í sambandi við thursinn eins og að senda inn spár á huga og replay á war3.smellur.net.

Drake | taqtix