Ég skrifaði þessa grein fyrst beint á netinu þar sem maður sendir inn greinar en þegar ég ætlaði að senda hana inn var ég allt í einu ekki skráður inn, missti greinina og þarf því að byrja upp á nýtt. Ég held meira segja að það taki því ekki en ég er veikur og skrifa þetta líka bara í notepad núna til öryggis.

Ég ætla að fjalla um nýju hlutina í Frozen Throne og hvað er merkilegt við þá. Þar sem ég hef séð nokkrar villur og rangfærslur hérna (eins og á innsendri mynd þar sem stendur að mountain giant sé líklega neutral) ætla ég að reyna mitt besta við að leiðrétta það.

Byrjum á undead.

Undead fá nokkra hluti sem þá hefur sárvantað uppá síðkastið, þeir fá hluti sem heala, regeneratea mana og útgáfu af dispell magic. Svo líklega það besta er að þeir fá uber-tank hetju sem lofar engu nema góðu. (Strength)

- Crypt Lord - Stóra hetjan hjá undead með mikið líf og ofur skills sem eiga eftir að gjörsamlega rústa öllu að mínu mati.

Impale: Skýtur fórnarlambinu uppí loftið og gerir þungan skaða á það í leiðinni.

Carrion Scarabs: Býr til nokkrar ljótar pöddur úr einum dauðum kalli, þessar pöddur eru aumir melee(held ég) kallar en þær hverfa ekki eftir ákveðinn tíma heldur haldast í bardaga þar til þær eru slegnar niður.

Thorny Sheild: Spiked Barricades á hetjuna plús armor bónus. Gæti varla verið betra.

*Ultimate* Locust Swarm: Sendir eitt stykki her af pöddum til að ráðast á óvini, allur skaði sem þær gera færist svo í Crypt Lordinn sem líf.

- Kallarnir -

Skeletal Mage: Undead fá smá viðbætur og þetta er ein þeirra, Necromancerar getu nú lært Skeletal Mastery sem gerir þeim kleift að lífga við einn skeleton warrior og einn skeletal mage í staðin fyrir tvo warrior. Skeletal mage er eins og warrior nema með ranged attack.

Burrow: Crypt Fiends fá smá viðbót líka, þeir fá burrow ala Starcraft Zergs. Burrow grefur kallinn í jörðina og er hann þar þangað til þú skipar honum að koma upp aftur, burrowaðir kallar regenerate líf hraðar og sjást bara með flúgjandi gaurum og (held ég) true sight.

Obsidian Statue: Nýr kall hjá undead, support unit eins og Kodo nema þessi healar kallana þín og replenishar mana hjá þeim. Getur síðan upgradeast í…

Black Sphynx: Anti-Magic unit, er með auto cast skill sem virkar eins og “Searing Arrows” en heitir “Orb of Death” og gerir splash skaða en er dýrt. Hefur líka nokkurskonar “evil” útgáfu af dispell magic, þessi galdur heitir “Devour Magic” en eins og nafnið gefur til kynna þá étur hann bókstaflega alla summonaða unita og magic “buff” og færir þau í Sphynxinn sem líf. Dýrt spell og langt cool-down.

——-

Og svo Night Elves

Night Elves fá meira punch en þeir höfðu áður og meira á móti casterum. Einnig lofar hetjan þeirra mjög góðu.

hetjan:

- Warden - Þetta er svona rouge hetja með lítið líf en er snögg og með mjög deadly skill. (Agility)

Fan of Knives: Hetjan tekur flipp og byrjar að fleygja hnífum í allar áttir slátrandi köllum hægri vinstri, á mynd á gamespy er þetta sýnt drepa 6 orca sem mér finnst reyndar solldið of mikið en hey, það má vona.

Blink: “Short range teleportation” færir hetjuna um stað en ekki langt, mjög got fyrir hit & run (teleport?) eða bara að forða sér úr bardaga.

Shadow Strike: Er nokkurskona poison árás sem gerir mikin skaða í fyrsta högginu en svo heldur fórnarlambið áfram að missa líf í þó nokkurn tíma. Ég þarf líklega ekki að segja að þetta getur örugglega komið sér einstalega vel.

*Ultimate* Spirit of Vengeance: Ultimate skillið var upprunlega ætlað að vera passive skill sem átti að drepa hvern þann sem dræpi hetjuna og fussuðu margir og sveijuðu yfir því. En blizzard bjarga alltaf öllu og er núna að gera skillið að því sem lítur út fyrir að vera það besta til þessa. Spirit of Vengeance sópar saman orku úr dauðum Night Elves nálægt hetjunni og gerir kall úr þeirri orku sem er með meira líf og damage eftir því sem fleirri dauðir kallar voru á svæðinu.

- kallarnir -

Mountain Giant - Þetta er það sem ég var að tala um “punch” hjá night elves, stór og stæltur risi kemur til að bjarga melee hjá night elves. Þessi kall hefur mörg skill og öll eru þau geðveik. Til að byrja með getur hann tekið upp tré og breytt skaðanum sínum í seige damage sem ég þarf ekki að útskýra að getur verið nothæft. Svo getur hann gert “Taunt” sem laðar all óvini að honum og til að ráðast á hann meðan þeir láta hina aumu kallana þína í friði. Svo getur hann nokkurvegin uppgradeað sjálfan sig en gerir það með ákveðnu skilli sem bætir vörn hans gegn seige damage og göldrum (tímabundið held ég).

Feirie Dragon - Þessi kall á líklega eftir að verða uppáhaldið mitt, þessi dreki hérna er ekki bara magic immune og með auto cast ability sem losar hann undan árásum sem gerir physical skaða. Heldur getur hann líka kastað disco kúlu uppí loftið sem mana burnar stórt svæði. Þetta ability átti reyndar að vera hjá human Blood Mage en var fært.

—–

Ég nenni varla að skrifa meira núna og greinin ætti ekki að vera neitt lengri, en smá auka upplýsingar.

Öll liðin geta gert sér búðir eins og Goblin Merchant og hafa öll liðin sérstaka hluti í þeim. Á tier 3 get verið all að 10 hlutir í hverri búð og eru þeir misgóðir. Humans fá “Ivory Tower” sem leyfir þeim að byggja turn hvar sem er án Peasant. Night Elves fá Moon Stone sem gerir dag að nótt tímabundið. Undead fá Blight maker sem gerir blight í kringum hetjuna og Orcar fá healing salve sem já…healar, og “Tiny Great Hall” sem gerir Great Hall án þess að nota Peon.

Allt kemur þetta af Gamespy.