Ég hvet alla sem spila wc3 að redda sér partner og mæta á næsta skjálfta. Eins og pzycho(b3nni) var að pósta þá þarf að skrá sig tímalega vegna þess að allir cs & q3 spilarar fylla skráninguna mjög fljótt. Efast stórlega um að wc3 haldi áfram á skjálfta nema að mætingin verði betri.

Þó svo að það verði bara wc3 2v2 þá verður spilað fullt af öðrum leikjum utan keppnarinnar, t.d. 3v3v3v3 og fullt af ums(svona custom maps eins og jailbreak, hero arena o.s.frv.) bara allt það sem mönnum dettur í hug. Myrkvi hvafði þá uppástungu eftir síðasta skjálfta að wc3 menn myndu skrá sig saman sem ‘klan’ til að við værum allir á sama stað, en það hefur augljósan galla að allir geta séð á skjáina hjá hvor öðrum.

Allavega, hvet menn til að svara könnuninni sem er núna í gangi sem sett var af stað af manninum sem sér um wc3 á skjálfta og vera tímalegir til að skrá ykkur á skjálfta.

Hvað segiði… hverjir eru að spá í að mæta og ef ekki … afhverju ekki?

kk,
Eina