Þeir eru búnir að breyta þessu í 2x 1v1, 2x 2v2 og 1x 4v4. Fyrir þá sem ekki skilja þá verða 2 duel spilarar valdnir, 2 mismunandi 2v2 lið og eitt 4v4 lið. Allir leikir verða best of 3.

Þar sem áhuginn meðal “stóru nafnanna” í wc3 fyrir 4v4 móti var ekki mikill ákváðu þér að breyta þessu svona. Við erum í riðli með Danmörku og Svíþjóð, var að tékka á spilurum sem eru skráðir hjá þeim og það eru engir smá spilarar. Hjá Svíþjóð eru 2 lið sem eru að standa sig mjög vel í eurocup og Danmörk er með 1 lið sem var(og er?) lengi vel í top10 á us-west.

Við getum vel unnið þessi lönd í 4v4 en ég er hræddur um að þau labbi yfir okkur í 1v1 8]. Líkurnar á að við komumst upp úr riðlinum verða að teljast frekar litlar.

Ég á enn eftir að velja 2 spilara, ef þú hefur áhuga á að taka þátt(færð líklegast ekkert að spila, nema æfingarleiki) hafðu þá samband við mig á b.net(kalla mig einar/taqtix/herra.einar) og ef þú lest þetta fyrir skjálfta(og ferð á skjálfta) og heldur að þú hafir möguleika á að komast inn endilega talaðu við mig þar.

Þeir sem eru valdnir eru; ég,keli,myrkvi,b3nni,krissi og hubert.

kk,
Eina