Jæja. Ég er núna búin að spila wc3 frá því hann kom til íslands og smá í betunni þar áður og er ég persónulega farin að fíla hann ágætlega. Þrátt fyrir þetta finnst mér að margt í þessum leik mætti breyta til að gera hann meira balanced og breyta nokkrum fítusum. Til að byrja með þá eru öll race með ákveðna hluti sem eru hálfgert owerpowered og ef þeir gera ekki þessa ákveðna hluti gegn andstæðing sem notar owerpowered dótið þá er ómögulegt að sigra þann sem notar fítusana. Ég ætla því að segja það sem ég tel vera of gott í leiknum og mér fyndist að ætti að breyta.

Til að byrja með er Keeper of the Grove með ability sem kallast entangle. Entangle er ekki gott til að drepa hetjur ef þið haldið það á 1st lvl en það er aftur á móti afar öflugt til að drepa creeps og einnig til að taka niður heri af unitum eins og footmen, grunts, ghouls, o.s.f.v. Hann getur rushað vinnumenn hja liði entanglað og skotið 2 skotum og dead á lvl 1. Þetta gerir að verkum að óvinur getur ekki stoppað vinnumanna loss í byrjun og verður að bakka með sína hetju og menn til að stoppa keeperinn .. Þetta gefur night elves mjög góðan bónus en það sem gerir þetta svona öflugt gegn creeps er aðsjálfsögðu moon well healið mikla…

Human Archmage sem nær lvl 5 getur haldið uppi 3-4 summoned elementals allan leikin ásamt því að halda mana fullu á öllum vina hetjum/units allan leikin gefandi þeim endalaust mana. Þetta er allt of öflugt í 2on2 leikjum td þar sem human getur massað galdra units og gefið óvina hetjum eins og deathknight og necros endalaust mana.

War clap hjá dverg aðeins of hátt dmg mun betra en hjá taurent chieften en gerir nákvæmlega það sama.

Shaman Bloodlust mætti kosta meira mana.

Autocast ætti að taka af 3 lvl ability hjá priest. Ef þeir ná upp Knights með full armour scroll of protection og + 5 með presta armouir eru knights ódrepandi gegn öllu nema Area affect göldrum og banshees.

Banshees eru án efa með allt allt allt of gott 3lvl ability 5 banshees með full mana geta drepið unit af taurents ef stjórnað rétt. Þetta ability ætti að minnka niður í ef td líf hjá óvini er 500 eða minna er hægt að taka yfir en að taka yfir óvina unit og stjórna því sem eftir er leiksins án þess að kosta mat er way 2 much. Engin unit getur unnið banshees nema nóg og mörg lægstu unitin en þegar þau koma til eru banshees einfaldlega með 6-10 necros með sér sem gera þeirra her ósigrandi gegn öllu.

Goblin land mines eru allt öf öflugar. Ef þær eiga að halda sama styrkleika þarf að gefa þær á muna hærra lvl creeps eða láta þær sleppa að gera dmg á byggingar. En í byurjun leiks labbar maður einfaldlega með þær á óvina stöð hjá vinnumönnum plaffar 3 niður eins og snöggt og hægt er og hleypur burt. Ef hann er night elf er þetta óumflýjanlegt og springur aðalstöðin innan við 10 sec. Ef hann er eithvað annað race þarf hann að forna 1 vinnumanni síðan repair o.s.f.v. eða kaupa sér true seeing gem til að sjá mines og drepa.

Huntresses eru allt of öflugar. Þessi units eru frekar ódýrir og lang öflugustu unitin á sínu lvl. Þau skjóta á marga óvini mjög hratt, geta hidað, geta fengið upgrade til að gera meira dmg á secondary óvin og geta einnig hent uglum út um allt borðið til að specca allt saman. Huntresses með keeper of the grove í byrjun getur alltaf sigrað human við nánast hverju sem hann gerir .

Offensive towering hjá orc´s er full öflugt. Hann getur byrjað að byggja towers á sama tíma og óvinurinn er komin með 1 hetju.

Steam tanks eru með allt of gott armour, annahvort breyta þeirra armouri þannig lærra lvl units gera meira dmg eða gefa öllum varnar byggingum nema undead aðalabase hugsanlega betri dmg gegn þeim. Eina vörnin gegn unit af tanks er siege units og ef þau eru hinum megin í borðinu ertu dauður áður en þú kemst að þeim.

Bjarna freekið hjá ne mætti sleppa að lemja dmg því roarið hans 1 og sér er mjög öflugt en það gerir það sama og scroll of the beast.


Þetta er það sem ég hef komist að í wc3 undanfarnar vikur…

Hef spilað frekar mikið í 1on1 og 2on2 og byggi þessu á reynslu minni þar. Leikurinn er mjög skemmtilegur en hann er samt frekar breyttur frá leikjum eins og sc og wc2. Þú þarft að byggja units í þessum leik og þú þarft að moova til að creepa ef óvinurinn er ekki að sækja í þig á fullu. Mörg strött eru í þessum leik og munu fleirri eflaust þróast en samt sem áður er sá galli en til staðar að ef þú keppir gegn óvini sem td keeper rushar þig eða fær goblin land mines á lvl 3 creep í byrjun og drepur aðalstöðina þína innan við 4 min þá er eithvað að.

Breyta þarf leiknum á marga vegu. That is it ..

Og já Archers sukka ;)