Halló
Mig langar svolítið að tala um Blizzard eða Stradegy hlyðina af þeim leikjum sem þeir gáfu út, fyrst var Warcraft[Orcs and Humans], það var fysti stradedy leikurinn sem ég spilaði en ég varð samt alveg hugfanginn af honum og stradegy leikjum eftir það, ég og frændi minn spiluðum þennan leik í heilt sumar, enda vorum við aldrei búinir að spila svona leiki áður. við kláruðum leikin á endanum enda vorum við að eins oft og leingi og við gátum (við áttum ekki tölvuna sem við vorum að spila í).
nokkrum árum seinna var WarCraft2[Tides of darkness] að koma út og einhver fékk test af honum með leik sem hann keipti eða fann á netinu með 2-3 fyrstu borðunum, þessi borð voru spiluð svona 8 þúsund sinnum þangað til leikurinn kom loksins út og þá var skuntað niður í verslun og keipt eintak og ég spilaði hann út í gegn.
Þegar maður var svona farinn að pæla í hvað kæmi næst frá meisturunum kom út aukapakkin fyrir War2[Beyond the dark portal] hann var auðitað keyptur og spilaður mikið, hetjurnar voru snild og leikurinn var allur eins og hann átti að vera.
næstkom StarCraft út og ég vissi ekki alveg hveju ég átti von á þegar ég keipti mér þennan leik, það stóð stórum stöfum að þetta væri ekki Orcs in space og þegar ég byrjaði að spila þennan nýja leik sem var svo allt öðruvísi en WarCraft og með svo mikið þéttari söguþræði og persónum varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum, hann var snild og ég spilaði hann stanslaust, eða þangað til StarCraft[Brood war] kom út og þá spilaði maður hann jafn mikið og ég varð viss um að guð væri til og hann og einglarnir væru að leika sér í fyrirtæki sem héti Blizzard.

Ég tel enn að StarCraft sé einn af bestu ef ekki besti Stradegy leikjur sem frammleiddur hefur verið.
það sást á þeim tíma að þeir voru að verða betri og betri í að gera GÓÐA leiki ekki endilega flotta enda er War3[Reign of Chaos] fyrsti leikurinn sem kemur út frá blizzar sem þarf 3D kort, þannig að maður þurti ekki alltaf að vera með allt það nýjasta og besta til að spila leikina, en þeir einbeittu sér frekar að því að gera þá þannig að það yrði munað eftir þeim.

ég prufaði að spila WarCraft og WarCraft2 um daginn og sá hvað allt er búið að breitast mikið, í huganum eru þeir allir eins enda var þetta það besta sem til var á sínum tíma, ég er bara ánægður að hafa fengið að spila þá á þeim tíma sem þeir komu út og muna eftir þeim eins og þeir voru.

en ég er búin að rugla nóg hérna, ég tel að allir ættu að kaupa sér leikinn og spila hann eins mikið og þeir geta
<font color=#B024F8 size=-11>Mr.E</font>